Enter the Symposium

Front

Dagskráin 2007

Sjókayakhátíð Eiríks Rauða hefur fest sig í sessi sem stæðsta uppákoman í sjókayak geiranum á hverju vori með erlendum gestum, námskeiðum, ferðum, fyrirlestrum, og sprettróðrarkeppninni. Allir eru velkomnir á þessa hátíð, bæði þeir sem eru bara pínu forvitnir og þeir sem hafa verið í sportinu um lengri eða skemmri tíma. Ekki er rukkað inn á mótið sjálft og ferðir þvi tengdu en hinsvegar er tekið hóflegt gjald fyrir námskeið fyrirlestra og leigu á búnaði. Aðal gestur okkar og fyrirlesari í ár verður Simon Osbourne frá Bretlandi Dagsetning Eiríks 2007 er 25. til 28 Maí. Nánari Dagskrá auglýst síðar.

Our seakayak symposium Erik the Red has gained it's status as the biggest single happening in Icelandic seakayaking each year with guests from abroad, courses, trips, talks and the sprint competition. Everyone is welcome to attend Erik the Red, the slightly curious one as well as those that have been owned by seakayaking for longer or shorter periods of theyr lives. No entrance fee is to the symposium and trips in accordance with it but we do take a modes fee for the courses and equipment wich may be rented at the spot. Our main guest and speaker this year will be Simon Osbourne from the UK. The dates of Erik this year are the 25th through the 28th of May.

Latest News about Events

Nigel og Kristin komin til landsins
Nigel Foster og Kristin Nelson komu til landsins með Norrænu nú á hádegi og ætla að dunda sér við ferðalög og afslöppun þessa daga sem þau hafa fram að helgi. Það er alveg mögnuð tilfinning að hafa þetta átrúnaðargoð mitt til margra ára sitjandi með kaffibolla segjandi sögur í stofunni hjá mér! Hann virðist nú samt ekki taka frægð sína neitt mjög hátíðlega og eru þau hjón hinn ljúfasti félagsskapur og ég eins og krakki með stór augu og hangandi höku yfir öllu sem hann hefur að segja. Ég mun nýta þetta tækifæri til hins ýtrasta og grípa allt sem sem ég get af honum lært þennan tíma sem þau verða hér og hafa þolinmæði fyrir forvitninni í mér. Hlakka til að sjá sem flesta um helgina og njóta þess sem gestir okkar hafa uppá að bjóða

Ný áhugverð tækni fyrir kayak ræðarar og aðra óbyggðafara
SPOT tæknin er spennandi kostur sem gerir okkur kleift að leyfa einhverjum heima að fylgjast með hverju okkar skrefi, senda neyðarköll, hjálparbeiðnir eða "allt í lagi" merki hvar sem er í heiminum. SPOT. The World's First Satellite Messenger. NÝTT! SPOT er eina tækið sinnar gerðar í heiminum, sem notar GPS gervihnatta kerfið til að fá staðsetningu og senda staðsetninguna ásamt nafni yfir gervihnött og birta skilaboðin á Internetinu i formi tölvupósts, og Google Maps™ eða SMS í símann. Hvort sem þú ert bara að láta vita af þér, og leyfa öðrum að fylgjast með ferðum þínum, eða óska eftir aðstoð. SPOT opnar þér greiða leið að koma skilaboðum um ferðir þínar ásamt því að geta kallað eftir hjálp frá viðbragðsaðilum ef þú þarft á því að halda. SPOT sendir boðin yfir gervihnött. Ólíkt venjulegu GPS tæki sem aðeins tekur á móti merkjum og sýnir þér staðsetningu. SPOT notar tvennskonar gervihnatta kerfi til að finna staðsetninguna og einnig senda hana frá sér ásamt fyrirfram gerðum skilaboðum til þeirra sem þú vilt að fái þau með tölvupósti eða SMS

Sjókayakhátíðin Egill Rauði
Sjókayakmót Eiríks Rauða hefur flutt sig um set og verður haldið á Norðfirði komandi sumar. Að því tilefni heitir Eiríkur Rauði nú Egill rauði eftir landnámsmanni Norðfjarðar. Þau Nigel Foster, Kristin kona hans og Freya Hoffmeister hafa boðað komu sína og Gæslan hefur sagt að það sé ekki útilokað að þeir mæti með eitt stykki þyrlu. Sjókayakmót Eiríks Rauða hefur flutt sig um set og verður haldið á Norðfirði komandi sumar. Að því tilefni heitir Eiríkur Rauði nú Egill rauði eftir landnámsmanni Norðfjarðar. Þau Nigel Foster, Kristin kona hans og Freya Hoffmeister hafa boðað komu sína og Gæslan hefur sagt að það sé ekki útilokað að þeir mæti með eitt stykki þyrlu.
Dagsetning hátiðarinnar þetta árið verður 6-8 Júní og því ekki seinna vænna en að panta flumiða fyrir þá sem vilja. Það verða einhverjar ferðir með báta frá Reykjavík og hægt verður að fá einn flutningabíl ef með þarf og kostar þá ca 10.000 kr farið fyir bátinn fram og til baka ef næst að fylla bátinn. Nánari dagskrá verður tilbúin fyrir næstu helgi og verður póstuð á vefsíðu kayak klúbbsins kaj, Seakayak Iceland og kayakklúbbsins í Reykjavík. Hlökkum til að sjá sem flesta fyrir austan í sumar á kjarngóðri sjókayak hátíð.